Bloggblogg. Ein hér búin að gleyma blogginu sínu og nennir ekki að læra dönsku. Þetta er gömul ókláruð færsla.
Allavega... Í heimspekilegum umræðum er alltaf talað um þessa helvítis rabbithole. "Hversu langt viltu fara niður í kanínuholuna." Hina botnlausu gryfju með spurningum sem eiga sér engin svör.. Hvaða masókismi er í gangi hjá fólki nú til dags?
Raunveruleikinn er bara svo afstæður. Í myndinni What the Bleep do we know? sem ég mæli svosem með (hundleiðinleg samt), segir frá því að heilinn meðtekur aðeins það sem hann býst við að sjá. Okkur er kennt hvað er og er ekki mögulegt og við skynjum tilveruna í samræmi við það. Í þeirri mynd segir einnig frá því hvernig rannsóknir voru gerðar á skynjun og viðbrögðum heilans. Ákveðinn hlutur var sýndur ginnýpigginu og ákveðinn hluti heilans lýsti upp. Síðan var ginnýpiggið beðið um að ímynda sér sama hlutinn og sama svæði heilans lýsti upp! Þetta þýðir einfaldlega að heilinn sér engan mun á raunveruleika og því sem við munum og ímyndum okkur. Við gætum þess í allt séð hellíng og hellíng af hlutum fyrir framan okkur en heilinn móttekur aðeins þá sem hann býst við að sjá. Þess vegna gleypur upptökuvél raunveruleikann mun betur í sig heldur en við, þar sem myndavélin er hlutlaus en við erum föst innan girðingar ímyndunaraflsins og við vitum EKKERT hvað þessi ól hugans er stutt eða löng. Og viljum við vita meira? Þekkingarfræðin okkar bíður bara upp á ákveðnar kenningar um skynjun mannsins.
Ég nenni reyndar ekki að fara í einhverjar litapælingar, en í stuttu máli sagt, þá getum við aldrei borið neitt saman þar sem hver skynjun er ólík og hver og einn hefur upplifað það sama. Þegar ég bendi á brúnan, hef ég lært að þessi litur sé brúnn. Það hefur næsta manneskja líka en miðað við mig gæti þessi sami brúni litur verið rauður fyrir seinni manneskjunni. Það sem við skynjum og snertum er það raunveruleikinn eða er eitthvað á BAK VIÐ TJALDIÐ? Dammdammdammdammmmm.
Um daginn var ég á klósettinu og ljósaperan á baðinu mínu datt út. Baðherbergið mitt er pínulítið og ég var ekki lengi að teygja mig í rofann til að kveikja á hinu ljósinu. Hugurinn var búinn að reikna út ca hvar rofinn ætti að vera og í algjöru myrkri leið mér eins og þessir tveir metrar væru einsog einir fjórir. Því fór ég að hugsa hvort að stærðareiningar væru einnig persónubundnar?
Sunday, September 13, 2009
Subscribe to:
Posts (Atom)