Sunday, September 13, 2009

The real shit.

Bloggblogg. Ein hér búin að gleyma blogginu sínu og nennir ekki að læra dönsku. Þetta er gömul ókláruð færsla.

Allavega... Í heimspekilegum umræðum er alltaf talað um þessa helvítis rabbithole. "Hversu langt viltu fara niður í kanínuholuna." Hina botnlausu gryfju með spurningum sem eiga sér engin svör.. Hvaða masókismi er í gangi hjá fólki nú til dags?

Raunveruleikinn er bara svo afstæður. Í myndinni What the Bleep do we know? sem ég mæli svosem með (hundleiðinleg samt), segir frá því að heilinn meðtekur aðeins það sem hann býst við að sjá. Okkur er kennt hvað er og er ekki mögulegt og við skynjum tilveruna í samræmi við það. Í þeirri mynd segir einnig frá því hvernig rannsóknir voru gerðar á skynjun og viðbrögðum heilans. Ákveðinn hlutur var sýndur ginnýpigginu og ákveðinn hluti heilans lýsti upp. Síðan var ginnýpiggið beðið um að ímynda sér sama hlutinn og sama svæði heilans lýsti upp! Þetta þýðir einfaldlega að heilinn sér engan mun á raunveruleika og því sem við munum og ímyndum okkur. Við gætum þess í allt séð hellíng og hellíng af hlutum fyrir framan okkur en heilinn móttekur aðeins þá sem hann býst við að sjá. Þess vegna gleypur upptökuvél raunveruleikann mun betur í sig heldur en við, þar sem myndavélin er hlutlaus en við erum föst innan girðingar ímyndunaraflsins og við vitum EKKERT hvað þessi ól hugans er stutt eða löng. Og viljum við vita meira? Þekkingarfræðin okkar bíður bara upp á ákveðnar kenningar um skynjun mannsins.
Ég nenni reyndar ekki að fara í einhverjar litapælingar, en í stuttu máli sagt, þá getum við aldrei borið neitt saman þar sem hver skynjun er ólík og hver og einn hefur upplifað það sama. Þegar ég bendi á brúnan, hef ég lært að þessi litur sé brúnn. Það hefur næsta manneskja líka en miðað við mig gæti þessi sami brúni litur verið rauður fyrir seinni manneskjunni. Það sem við skynjum og snertum er það raunveruleikinn eða er eitthvað á BAK VIÐ TJALDIÐ? Dammdammdammdammmmm.

Um daginn var ég á klósettinu og ljósaperan á baðinu mínu datt út. Baðherbergið mitt er pínulítið og ég var ekki lengi að teygja mig í rofann til að kveikja á hinu ljósinu. Hugurinn var búinn að reikna út ca hvar rofinn ætti að vera og í algjöru myrkri leið mér eins og þessir tveir metrar væru einsog einir fjórir. Því fór ég að hugsa hvort að stærðareiningar væru einnig persónubundnar?

Sunday, June 28, 2009

Þegar ekkert er að gera í vinnunni..

Is God willing to prevent evil but not able?
Then he is not omnipotent.

Is he able, but not willing?
Then he is malevolent.

Is he both able, and willing?
Then whence cometh evil?

Is he neither willing nor able?
Then why call him a God?

- Epikúros.

Ef guð skapaði illsku og mannkynið er skapað í ímynd hans, þess má þá vænta að hann þjáist af illsku rétt eins og mannkynið jafnt sem og mannskepnan þjáist af henni. Ef illskan er sköpuð til þess að koma jafnvægi á heiminn, þá af hverju að kalla á guð þegar hann réttlætir illsku?

Við óskum okkur og biðjum og vonum til guðs að ferðir okkar fari á góðan veg. Þegar litið er á guðfræðina og trúrækni með hlutlausu sjónarhorni, er þá ekki líklegast að við sjáum hóp fólks; of ósjálfbjarga til þess að vera sinn eigin brúðuherra? Er það ekki frekar hugsunin um guð bara uppá notalegheitin, að gefa valdið og stjórnina yfir á hinn æðri til þess að létta áhyggjurnar af öxlum sínum? Guðir eru einungis átylla leti í raun vegna mannkynið er ekki nógu þroskað til að takast á við sín eigin vandamál og ekki nógu sterkt til þess að sækja styrk í sjálf sitt.

Erum við þá gæludýr óskhyggju okkar?

Það er svo margt sem við skiljum ekki og aldrei fáum við svörin sem við leitumst eftir. Kapphlaup um hver er kominn með flestu svörin þegar uppi er staðið í gamla ruggustólnum við veröndina. Pípa og prjónar. Leiðinlegt þegar maður hugsar til þess að tilvistarhugsanir séu líklega grunnhugsunin í hugsun yfirhöfuð. Á meðan við unga kynslóðin skokkum yfir engi og grátum dramatískum tárum yfir algengustu erfiðleikum mannkynsins, ástum og stríðum þá byggir það fyrstu þrep stigans sem undirbúningur í áframhaldið. Byggja upp vöðvana til að geta barist.

Monday, June 08, 2009

Cats and dogs.

Ég þoli ekki ímynd hunda.

Allt þetta bull um að hundurinn sé besti vinur mannsins, bla bla. Þetta er mesta kjaftæði sem ég hef heyrt. Eina ástæðan fyrir þessari nafnbót er sú að mikilmennskubrjálæði mannverunnar hefur ríkt öldum saman og hundurinn gerir allt sem mannskepnunni dettur í hug. Drottnunarvaldið sjáið til. Þess vegna eru hundar ekkert annað heldur en undirgefnir slefandi þjónar hins hugsandi heims.

Þó svo að ég sé með heldur einstrembingslegar skoðanir á þessum kvillum hugarkerfisins vil ég líka benda á einmitt þessa hræðilegu þróun manna. Það er eins og við einblínum á svo ranga hluti..
Í staðinn fyrir að dæma fólk í hunda- og kattamanneskjur er stærra samhenginu ýtt til hliðar, einungis til að skapa deilur og vesenvandræði. Af hverju þá ekki að flokka í dýramanneskjur og ekki dýramanneskjur, og síðan DÝR og MENN ef lengra er farið. Það sameiginlega sett í kastljósið í stað frábrygða okkar því að annars munu allir verða snobbaðir og leiðinlegir og gráhærðir langt fyrir aldur fram.

Þótt ótrúlegt mætti virðast hef ég nú aldrei verið neinn sérstakur hundahatari.

Monday, May 25, 2009

Eitthvað röfl.

Síðustu daga hef ég verið gagntekin af þeirri hugsun að ég sé komin með svínaflensuna. Ekki af því að ég var í Mexíkó, ekki af því að ég fór í einhvern heitan sleik við svín heldur af því að ég er lífshrædd og vildi einungis einblína á það að ég gæti mögulega dáið. Ég hef alltaf verið hálfgerður epíkúringur fyrir utan þá litlu staðreynd, - dauðinn kemur mér afskaplega mikið við.
Enn eitt hitamál er komið til að skelfa þjóðina og allt sem ég ímynda mér er svona bíómyndklippa þar sem dagblað hringsnýst og skellur á skjánum með eitt orð; SVÍNSLAND?
Ætli við séum gagntekin af því að finna eitthvað að, bara af því að við höfum ekki neitt annað að gera? Ekkert annað umræðuefni yfir kökuboðunum?

Burtséð frá dauða og hræðslu við hann, þarf þá virkilega svínaflensu til að kalla okkur svín?

Tuesday, May 12, 2009

Heimsendir. Árið er 20.203 og jörðin hrynur saman á morgun. Götur heimsins standa tómar og vonleysið og sorgin mála lönd og höf dumbrauð. Þrjátíu og sjö milljarðar af andlitum gráta þurrum tárum ofaní brunn dauðans. Er einhver ennþá að berjast, eða eru allir heima með fjölskyldunum að neyta síðustu kvöldmáltíðina?
Fyrir utan geimfarastöðvar standa þó nokkrar millur af mönnum ennþá hangandi á síðasta vonarstrái um undankomuleið. I DONT WANNA DIE - grenja þau öll í angist. En aðeins nokkur pláss eru í seinustu geimförin sem um þessar mundir ferja mannkynið á ný heimkyni. En hverjir fá þessi nokkur pláss? Konur og börn? Valdamenn? Hvítt fólk? Svart fólk? Feitt fólk? Framtíðar Bill Clintonar og Donald Trumpar? Var happdrætti um lífið, eða var einhver þraut sem þú varðst að leysa? Hvaða 0,01 prósenta af heiminum fékk ánægjuna af áframhaldandi lífi og nýrri byrjun? Nýjum landafundum, fleirum Kristóferum Kólumbusum? Er Geimfarið hans Nóa til staðar með dýrapörum?
Erum við þess virði?

Wednesday, April 29, 2009

Kúlstig.

Það að vera kúl og það að vita hvað er kúl.
Tvennt ólíkt.
Neutral-töffarar eru afar fágætir. Gúmmítöffara má hins vegar finna á hverju strái. Veldu bara réttu leiðina við lækinn og þá færðu að drekka. En af hverju virðist það samt eins og gúmmítöffararnir ná alltaf yfirráðunum í þessum heimi?
Er það öfund, græðgi, sterkari tvívöðvar?

Greind.
Í grunnskóla lærum við að greind sé hæfileikinn til þess að aðlagast umhverfinu. Þeir sem að geta aðlagast umhverfinu eru greindari en hinir. En það að aðlagast umhverfinu þýðir ekki alltaf að maður fái rétt á prófum, er það? Maður hlýtur að geta verið með kúl-greind, annars væru engin af okkur svöl. Ef að allir væru Palli einn í heiminum myndu eflaust allir vera þeirra 100% sjálf.
En hver er munurinn á því að vera maður sjálfur og vera sjálfið í samfélaginu? - Það að vita hvernig fólk mun bregðast við þér - greindin að aðlagast umhverfinu þínu, þessar lærðu reglur.

Við erum strengjabrúður lífs okkar. Tilviljun hæ hoppsa hí. Síðan geim óver. Búið líf.

Það að aðlagast umhverfinu er í raun ekki umhverfið sjálft, heldur samfélagið. Siðblindurnar, þeir sem ekki fara eftir reglum samfélagsins, þeir sem ekki hegða sér og hugsa eins og samfélagið segir þeim að hugsa, ÞEIR mega rotna í rúmum með beltum og hengilásum með nógu mikið dóp til þess að þurfa ekki að hugsa.

Fulltrúar landsins fara því út í heim tralalala. FRJÁLST LAND, VELFERÐARRÍKI og NÁTTÚRUAUÐLINDIR bera upp á góma. Er hægt að hugsa fyrir sjálfan sig lengur, eða hefur það alltaf verið fjarlægur draumur? Manni er ekki frjálst að gera neitt lengur og það hryggir mig.

Að vera góður og vita hvað er gott. Hvort er Ísland?

Sunday, April 19, 2009

Að lifa í NÚ-inu.

Einhver sagði einhverntímann að NÚ-ið er hin líðandi stund sem ekki er hægt að skrásetja. Það eina NÚ sem við lifum í er NÚ því að NÚ-ið er NÚ og NÚ og NÚ. Um leið og þú segir NÚ þá er það NÚ farið og nýtt NÚ komið. En lifum við þá ekki í fortíðinni og framtíðinni ?
Auðvitað lifðum við í öll þau NÚ sem hafa orðið síðan við urðum til en hugsar einhver nú til dags að maður er til NÚNA?

Ég hef oft fengið það framan í mig að ég lifi í framtíðinni. Þegar ég var í grunnskóla gat ég ekki hægt að segja 'Ég get ekki beðið eftir því að fara í menntaskóla' og nú þegar ég er loks komin í menntaskóla get ég ekki hægt að plana háskólaárin. Er ég þá anti-melló skipulagsfíkill eða er þetta ekki innbyggt í okkur öllum? Mér þykir gaman að lifa og fagna framtíðinni. En til þess að gera sem best úr framtíðinni og gera hana að heilmörgum góðum NÚ-um, þurfum við að skipuleggja framtíðina með hjálp reynslu allra gömlu NÚ-anna.

NÚ-ið er málið, eða hvað? Hvað ert þú að gera NÚ-na ?

Thursday, April 09, 2009

Ofurhetjur og vondir gaurar.

Bjargvættur og vondi gæinn, hver er Batman Íslands?

Í kvikmyndagerð er hægt að taka hvaða karakter sem er og 'badguy-isha' hann. Látum Batman gera nokkra siðlausa hluti;Nauðga gamalli konu, drepa nokkra munaðarleysingja og slátra nýfæddum kettlingum með vélsög. Þetta myndi að sjálfsögðu slá í gegn innan ákveðins markaðshóps. En gömlu kerlingar heimins, munaðarleysingjarnir og þeir 'hugprúðu' myndu eflaust segja bless við Batman á svipstundu. Kommon, Batman er kannski heilagur en hann er ekki svona heilagur.
Án þess að ég fari í of djúpt 'veraldarlega' hluti þá ætla ég að skjóta því inn í að í hvaða samhengi sem er á öllum sviðum heimsins þarf alltaf að vera til 'the villain'. Þannig er það bara og er auðvitað á allra vitorði og fólk þarf ekki einu sinni að hugsa það til að vita það. Það þarf að vera vondi karl til þess að það sé góði karl yfirhöfuð. Yin Yan, Karma, jafnvægi o.s.frv. það sem ég var að tala um í seinasta bloggi líka, svengd og saðning.

Við þurfum öll vonda gaurinn. Í daglegum aðgerðum þurfum við bara að finna rétt svo fyrir tilvist vonda gaursins svo að við getum haldið áfram að lifa okkar yndislega hugprúða lífi og okkar ró verður ekki raskað í nokkur augnablik í viðbót. Við þurfum orsök fyrir afleiðingunni ekki satt? Þannig er mannkynið, forvitnin ein og ekkert annað. En er okkar þráhyggja í hugarró ekki oft valdur óþarfa blóraböggla?

Þetta átti Batman að hafa gert í nýjustu myndinni, The Dark Knight sem persónulega er í mjög litlu uppáhaldi hjá mér en það er allt annað mál. En í The Dark Knight tók Batman þá ábyrgð að vera blóraböggullinn því að það var það sem Gotham þarfnaðist.

Þegar við snúum okkur að Íslandi með þetta sjónarmið í huga, hver er þá 'vondi gaurinn' eða er hann kannski bara fórnarlamb þjóðarinnar og er í raun bara saklaus blóraböggull? Í því er hægt að segja að ef til vill er vondi gaurinn hetjan EÐA öfugt. Nei, ég er komin út í bullið núna..

Þetta blogg átti að vera um allt allt allt annað heldur en þessa þvælu en ætlaði ég að tala um George Clooney, James Bond og Batman. En það verður að vera /To be continued.

Góða nótt.

Sunday, April 05, 2009

Einn bullukollurinn í viðbót

Mér líður oggupons eins og ég sé tólf ára aftur að uppgötva Fólk.is á nýjan leik með alla linkana á heitu poppstjörnunum. En fólk.is er úrelt og einnig eru það poppstjörnurnar. Með hverju árinu þarf maður að koma með raunsærri rök í bloggunum, þarf að haga sér eins og manneskja en ekki unglingur. Fara eftir uppskriftinni. Flottu leiðbeiningunum. MOGGBLOGG eru víst nýju leiðbeiningar lífsins. Orð Moggabloggarans má ekki véfengja, regla númer eitt.

En á erfiðum tímum sem og nú þegar kjarnorkuslagyrði birtast á útgönguveggjum Nóatúns og ÍNN er orðin heitasta sjónvarpsstöð landsins, hvað er annað í stöðunni en að tjá tilfinningar sínar fyrir alþjóð Internetsins með nokkrum saklausum bloggum ?

Það sem er 8,1 prósent atvinnuleysi og sumar í aðsigi. Ég heyri krakkana pískra um enga sumarvinnu á skólagöngunum og allt virðist stefna til helvítis. Blóð, sviti og tár um sætin á almenningsbekkjunum, bærinn að grána enginn aur og aðeins saur hvað er að ríkisstjórninni? Það sem ég skil ekki er að fólk virðist gleyma þeirri einföldu staðreynd að það er til. Ég er ekki að boða dulspeki þar sem líkaminn er musteri og hvert og eitt okkar ættum að detta sem dropar í hafið. Lífið er brandari, af hverju ekki að lifa eftir því? Og nú kemur ræðan..

Þegar fólk gleymir tilvist sinni vil ég meina að það sé í tilvistargleymsku en alls alls alls ekki K-orðið. Tilvistargleymska lýsir sér þannig að maður einblínir svo mikið á allt sem maður hefur ekki að maður gleymir því sem maður ætti að hafa. Já, þetta er mótsögn en málið er að maður hættir að forgangsraða eftir lífinu og forgangsröðum frekar eftir þörfum samfélagssins. En hvað eru þarfir samfélagssins?
Fólk með peníng?
Fólk með skilning?
Fólk með skoðanir?

Af hverju getum við ekki bara kvatt tilvistargleymskuna og fagnað sumrinu sem boða sólarinnar og freknanna og Nauthólmsvíkur? Munum eftir litlu frændsystkinunum með hálfan ísinn á kinn og hinn helminginn á stuttermabolnum. Páskaliljur og Sólblóm og rólóvellir og góðhjörtu að gefa Appelsín í gleri á Austurvelli. Línuskautar og marblettir. Hvað annað getur fólk beðið um ? Gleymum stoltinu og gleymum lánavöxtunum í stutta stund. Kerlingar sem halda að þær spari með því að fara á útsölur og gráhærðir karlar á Hressó sem virðast halda að þeir fiski upp veiði fyrir litla gaurinn með því að kaupa 1500 króna Mojito handa BRJÓSTUM en greinilega UNDIR-LÖGALDRI. Þetta er náttúran. Hinn eilífi pendúll sem sveiflast í gegnum lífið og snýst og leyfir okkur að halda jafnvægi því að við verðum einhverntímann að vera svöng til að finna fyrir saðningu. Ég er orðin það þreytt að ég veð úr einum pollinum yfir annan án þess að finna fyrir bleytu. Takk fyrir mig,

Fríða Ísberg.