Sunday, June 28, 2009

Þegar ekkert er að gera í vinnunni..

Is God willing to prevent evil but not able?
Then he is not omnipotent.

Is he able, but not willing?
Then he is malevolent.

Is he both able, and willing?
Then whence cometh evil?

Is he neither willing nor able?
Then why call him a God?

- Epikúros.

Ef guð skapaði illsku og mannkynið er skapað í ímynd hans, þess má þá vænta að hann þjáist af illsku rétt eins og mannkynið jafnt sem og mannskepnan þjáist af henni. Ef illskan er sköpuð til þess að koma jafnvægi á heiminn, þá af hverju að kalla á guð þegar hann réttlætir illsku?

Við óskum okkur og biðjum og vonum til guðs að ferðir okkar fari á góðan veg. Þegar litið er á guðfræðina og trúrækni með hlutlausu sjónarhorni, er þá ekki líklegast að við sjáum hóp fólks; of ósjálfbjarga til þess að vera sinn eigin brúðuherra? Er það ekki frekar hugsunin um guð bara uppá notalegheitin, að gefa valdið og stjórnina yfir á hinn æðri til þess að létta áhyggjurnar af öxlum sínum? Guðir eru einungis átylla leti í raun vegna mannkynið er ekki nógu þroskað til að takast á við sín eigin vandamál og ekki nógu sterkt til þess að sækja styrk í sjálf sitt.

Erum við þá gæludýr óskhyggju okkar?

Það er svo margt sem við skiljum ekki og aldrei fáum við svörin sem við leitumst eftir. Kapphlaup um hver er kominn með flestu svörin þegar uppi er staðið í gamla ruggustólnum við veröndina. Pípa og prjónar. Leiðinlegt þegar maður hugsar til þess að tilvistarhugsanir séu líklega grunnhugsunin í hugsun yfirhöfuð. Á meðan við unga kynslóðin skokkum yfir engi og grátum dramatískum tárum yfir algengustu erfiðleikum mannkynsins, ástum og stríðum þá byggir það fyrstu þrep stigans sem undirbúningur í áframhaldið. Byggja upp vöðvana til að geta barist.

1 comment:

  1. Það eru svo margar spurningar sem ég fæ ekki svör við. Það er leiðinlegt en það eina sem hægt er að gera í þeim málum er að spyrja.

    P.s. Digga bloggið þitt

    ReplyDelete