Monday, June 08, 2009

Cats and dogs.

Ég þoli ekki ímynd hunda.

Allt þetta bull um að hundurinn sé besti vinur mannsins, bla bla. Þetta er mesta kjaftæði sem ég hef heyrt. Eina ástæðan fyrir þessari nafnbót er sú að mikilmennskubrjálæði mannverunnar hefur ríkt öldum saman og hundurinn gerir allt sem mannskepnunni dettur í hug. Drottnunarvaldið sjáið til. Þess vegna eru hundar ekkert annað heldur en undirgefnir slefandi þjónar hins hugsandi heims.

Þó svo að ég sé með heldur einstrembingslegar skoðanir á þessum kvillum hugarkerfisins vil ég líka benda á einmitt þessa hræðilegu þróun manna. Það er eins og við einblínum á svo ranga hluti..
Í staðinn fyrir að dæma fólk í hunda- og kattamanneskjur er stærra samhenginu ýtt til hliðar, einungis til að skapa deilur og vesenvandræði. Af hverju þá ekki að flokka í dýramanneskjur og ekki dýramanneskjur, og síðan DÝR og MENN ef lengra er farið. Það sameiginlega sett í kastljósið í stað frábrygða okkar því að annars munu allir verða snobbaðir og leiðinlegir og gráhærðir langt fyrir aldur fram.

Þótt ótrúlegt mætti virðast hef ég nú aldrei verið neinn sérstakur hundahatari.

2 comments:

  1. Ég verð að viðurkenninga það að ég heillast mun meira af köttum frekar en hundum.

    Kettir eru mun sjálfstæðari og viljugari að gera hluti sjálfir, yndislegt að fylgjast með þessum dýrum.

    ;)

    ReplyDelete