Síðustu daga hef ég verið gagntekin af þeirri hugsun að ég sé komin með svínaflensuna. Ekki af því að ég var í Mexíkó, ekki af því að ég fór í einhvern heitan sleik við svín heldur af því að ég er lífshrædd og vildi einungis einblína á það að ég gæti mögulega dáið. Ég hef alltaf verið hálfgerður epíkúringur fyrir utan þá litlu staðreynd, - dauðinn kemur mér afskaplega mikið við.
Enn eitt hitamál er komið til að skelfa þjóðina og allt sem ég ímynda mér er svona bíómyndklippa þar sem dagblað hringsnýst og skellur á skjánum með eitt orð; SVÍNSLAND?
Ætli við séum gagntekin af því að finna eitthvað að, bara af því að við höfum ekki neitt annað að gera? Ekkert annað umræðuefni yfir kökuboðunum?
Burtséð frá dauða og hræðslu við hann, þarf þá virkilega svínaflensu til að kalla okkur svín?
Monday, May 25, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment