Heimsendir. Árið er 20.203 og jörðin hrynur saman á morgun. Götur heimsins standa tómar og vonleysið og sorgin mála lönd og höf dumbrauð. Þrjátíu og sjö milljarðar af andlitum gráta þurrum tárum ofaní brunn dauðans. Er einhver ennþá að berjast, eða eru allir heima með fjölskyldunum að neyta síðustu kvöldmáltíðina?
Fyrir utan geimfarastöðvar standa þó nokkrar millur af mönnum ennþá hangandi á síðasta vonarstrái um undankomuleið. I DONT WANNA DIE - grenja þau öll í angist. En aðeins nokkur pláss eru í seinustu geimförin sem um þessar mundir ferja mannkynið á ný heimkyni. En hverjir fá þessi nokkur pláss? Konur og börn? Valdamenn? Hvítt fólk? Svart fólk? Feitt fólk? Framtíðar Bill Clintonar og Donald Trumpar? Var happdrætti um lífið, eða var einhver þraut sem þú varðst að leysa? Hvaða 0,01 prósenta af heiminum fékk ánægjuna af áframhaldandi lífi og nýrri byrjun? Nýjum landafundum, fleirum Kristóferum Kólumbusum? Er Geimfarið hans Nóa til staðar með dýrapörum?
Erum við þess virði?
Tuesday, May 12, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Flott zhettaa en neeh við erum ekki þess virði
ReplyDeletehey vó hvernig vissi bloggsíðan þín nafn mitt ?
ReplyDeleteþetta átti að vera 100% nafnlaust
Fallegur blooggg
ReplyDeleteKlikkuð pæling, mér finnst hún mjög góð.
ReplyDeleteÉg er pottþétt með pláss:)
ReplyDelete