Thursday, April 09, 2009

Ofurhetjur og vondir gaurar.

Bjargvættur og vondi gæinn, hver er Batman Íslands?

Í kvikmyndagerð er hægt að taka hvaða karakter sem er og 'badguy-isha' hann. Látum Batman gera nokkra siðlausa hluti;Nauðga gamalli konu, drepa nokkra munaðarleysingja og slátra nýfæddum kettlingum með vélsög. Þetta myndi að sjálfsögðu slá í gegn innan ákveðins markaðshóps. En gömlu kerlingar heimins, munaðarleysingjarnir og þeir 'hugprúðu' myndu eflaust segja bless við Batman á svipstundu. Kommon, Batman er kannski heilagur en hann er ekki svona heilagur.
Án þess að ég fari í of djúpt 'veraldarlega' hluti þá ætla ég að skjóta því inn í að í hvaða samhengi sem er á öllum sviðum heimsins þarf alltaf að vera til 'the villain'. Þannig er það bara og er auðvitað á allra vitorði og fólk þarf ekki einu sinni að hugsa það til að vita það. Það þarf að vera vondi karl til þess að það sé góði karl yfirhöfuð. Yin Yan, Karma, jafnvægi o.s.frv. það sem ég var að tala um í seinasta bloggi líka, svengd og saðning.

Við þurfum öll vonda gaurinn. Í daglegum aðgerðum þurfum við bara að finna rétt svo fyrir tilvist vonda gaursins svo að við getum haldið áfram að lifa okkar yndislega hugprúða lífi og okkar ró verður ekki raskað í nokkur augnablik í viðbót. Við þurfum orsök fyrir afleiðingunni ekki satt? Þannig er mannkynið, forvitnin ein og ekkert annað. En er okkar þráhyggja í hugarró ekki oft valdur óþarfa blóraböggla?

Þetta átti Batman að hafa gert í nýjustu myndinni, The Dark Knight sem persónulega er í mjög litlu uppáhaldi hjá mér en það er allt annað mál. En í The Dark Knight tók Batman þá ábyrgð að vera blóraböggullinn því að það var það sem Gotham þarfnaðist.

Þegar við snúum okkur að Íslandi með þetta sjónarmið í huga, hver er þá 'vondi gaurinn' eða er hann kannski bara fórnarlamb þjóðarinnar og er í raun bara saklaus blóraböggull? Í því er hægt að segja að ef til vill er vondi gaurinn hetjan EÐA öfugt. Nei, ég er komin út í bullið núna..

Þetta blogg átti að vera um allt allt allt annað heldur en þessa þvælu en ætlaði ég að tala um George Clooney, James Bond og Batman. En það verður að vera /To be continued.

Góða nótt.

3 comments:

  1. þig líka Fríða mín! notabene þú kallar þig kannski núb, en ef þú kíkir er næstnýjasta færslan mín nektarljósmyndir af Carolee Schneeman sem ég setti inn síðasta ágúst. Ps osom blogg

    ReplyDelete
  2. Batman er sá maður sem allir menn vilja vera.
    Sterkir en þó ekki ósigrandi.

    Batman er draumur hvers og eins skrifstofumanns í heiminum.

    ReplyDelete